Um áramótin voru 42 Íslendingar á lífi sem hafa náð hundrað ára aldri, 36 konur og 6 karlar. Þetta er heldur lægri tala en fyrir ári. Hinsvegar eru nú mjög margir 99 ára, eða 27 alls og gætu þeir náð þessum áfanga á næsta ári. Í þeim hópi eru 7 karlar.
↧