Karlmaður á þrítugsaldri játaði í dag að hafa flutt inn 970 alsælutöflur og 13 grömm af alsæludufti sem talið er að hann hafi ætlað að selja hér á landi. Ákæra gegn manninum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
↧