Tvær íslenskar stúlkur sitja nú í fangelsi í Prag í Tékklandi en í fórum þeirra fannst mikið magn kókaíns. Þær hafa verið úrskurðaðar í sjö mánaða gæsluvarðhald. Þær voru að koma frá Brasilíu og var förinni heitið til Kaupmannahafnar.
↧