Á föstudag var karlmaður stöðvaður við komuna til landsins í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, en hann framvísaði fölsuðum skilríkjum. Maðurinn, sem var að koma frá Kaupmannahöfn, framvísaði grísku ferðaskilríki, sem lögreglumenn sáu að átt hafði verið við.
↧