Jarðskjáflti varð klukkan sex mínútur yfir tíu í kvöld u.þ.b. 10 km NV af Gjögurtá. Hann var 3,5 að stærð og fannst meðal annars á Ólafsfirði, Siglufirði og í Svarfaðardal. Annar skjálfti sem var 3 að stærð varð fimm mínútum síðar.
↧