Hátt í fimm hundruð börn og unglingar þiggja aðstoð frá hjálparstarfi kirkjunnar í haust við að kaupa skólabækur og vetrarfatnað. Markmið starfsins er meðal annars að koma í veg fyrir að framhaldsskólanemar flosni upp úr námi vegna fjárhagserfiðleika.
↧